Lofsvert framtak í anda Tómasar Knútssonar.

Ruslið á fjörum Íslands hefur verið vandamál í marga áratugi, en seint hefur gengið að bregðast við því. 

Þótt fréttamyndir af ruslinu í sjónvarpi vektu athygli fyrir 30 árum, gerðist ekki mikið. 

Það er fyrst nú á síðustu árum sem vakning hefur orðið í hreinsunarmálunum og átti eldhuginn og dugnaðarforkurinn Tómas Knútsson ásamt vösku samstarfsfólki lofsverðan og þakkarverðan þátt í því að fá fólk til að ganga með sér af alefli í málið.  

Framtakið á Hornströndum ber baráttuhug hreinsunarfólks fagurt vitni og ýtir vonandi undir það að bætt verði úr því ófullnægjandi ástandi, að það verði að grafa sorpið í jörðu í stað þess að farga því og endurvinna á sem fullkomnastan hátt eins og gert er erlendis. 


mbl.is Fluttu 6,3 tonn af rusli úr Barðsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband