"Dróna- og vélmennastríð", ný tegund af "fjarstýringarstríði."

Um daginn skutu íranskir hermenn niður fyrsta drónann, bandarískan, og nú hefur hans verið hefnt með því að Bandaríkjamenn skutu niður íranskan dróna. 

Það hefur stundum verið sagt að munurinn á Fyrri heimsstyrjöldinni og Seinni heimsstyrjöldinni hafi fyrst og fremst verið sá, að í þeirri fyrri bárust kornungir hermenn á banaspjótum milljónum saman og mannfallið var fyrst og fremst ungir menn í blóma lífsins, en að í síðara stríðinu hafi mannfallið jafnvel verið meira meðal almennra borgara, sem sáu aldrei framan í banamenn sína. 

Í Kalda stríðinu varð ljóst, að hætta var á enn nýrri tegund stríðs, "fjarstýringarstríð", þar sem herstjórnendur í byrgjum eða í kafbátum, fjarstýrðu kjarnorkueldflaugum til að gereyða hundruðum milljóna fólks. 

Fjarstýring í hernaði, og þar með firringin, kemst nú á ýmis ný stig, svo sem að vélmenni og drónar sjái um að drepa óvinina. 

Og að vélmennaherir berjist í stórorrustum. 

Það er sem sé komin upp enn ný útgafa af fjarstýringarstríði, drónastríð í lofti og róbótastríð eða vélmennastríð á jörðu. 

Í drónastríði Bandaríkjamanna og Írana standa leikar 1:1 eins og er. 

Enginn hermaður hefur enn fallið, en hættan á því fer vaxandi þegar stríðsþjóðirnar eru að þreifa sig áfram með ný afbrigði af hernaði, sem vegna eðli máls, eru án viðbragða sem byggð eru á reynslu og yfirvegun. 


mbl.is Bandaríkjaher skaut niður íranskan dróna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Manni finnst stundum eins og orkupakkastríðið sé vélmennastríð. Og vélmennið (jónvalur & co) er bilað og tafsar alltaf á sömu rullunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2019 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband