19.7.2019 | 22:48
"Stjörnustríð" og geimher, uggvænleg þróun hernaðar.
Heimsbyggðin hrökk við á sínum tíma þegar Ronald Reagan Bandaríkjaforseti kynnti geimáætlun sína á níunda árarugnum, sem fékk heitið "Stjörnustríðsáætlun."
Hún byggðist á því að útbúa svo öflugt og fullkomið geimvarnakerfi gagneldflauga, að það gæti ráðið niðurlögum allra kjarnorkueldflauga sem hugsanlega yrði skotið frá Sovétríkjunum á Bandaríkin.
Stjörnustríðsáætlunin leit þannig út í augum Gorbatsjof á leiðtogafundinum í Reykjavík, að fundurinn náði ekki niðurstöðu. Hann leit svo á, að ef Bandaríkjamenn gætu komið upp óvinnandi vígi geimvarna, yrði svonefndu ógnarjafnvægi raskað, sem byggðist á því að hvorugur aðilinn gæti varist alls herjar árás hins. Nefnt skammstöfuninni MAD, Mutual Assured Destruction ( á íslensku GAGA, Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra).
En engu að síður lagði Reykjavíkurfundurinn grundvöll að samkomulagi risaveldanna árin á eftir, sem var grunnur að minnkun kjarnorkuvopnabúri þeirra og hættu á gereyðingarstríði.
En nú eru blikur á lofti með yfirlýsingum Trumps um riftun á samningum um eldflaugaeign Bandaríkjamanna og Rússa og stofnun sérstaks geimherafla Bandaríkjamanna, og nú síðast yfirlýsingu Macrons Frakklandsforseta um franskan geimher til að verja gervitungl Frakka.
Hernaðarbrölt og vopnakapphlaup í geimnum auk sívaxandi notkunar fjarstýrðra vopna eru uggvænlegt fyrirbrigði.
Macron áformar geimher | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.