Hefði þurft að gera eitthvað 1993.

Þegar Íslendingar voru að semja um aðild að EES 1993 hefði verið æskilegt að þeir bentu á fordæmi í samningum ESB þjóða um eignarhald útlendinga á jörðum og sumarbúðastaðalöndum og fá strax í gegn hliðstæð ákvæði hér. 

Það var ekki gert og kom ekki að sök þá, vegna þess hve langt Ísland var frá öðrum Evrópulöndum og því eftir litlu að slægjast fyrir útlendinga hér. 

En það hefði verið betra ef horft hefði verið aðeins lengra fram í tímann, því að nú er öldin önnur eins og fréttir af jarðakaupum síðustu missera bera vitni um. 


mbl.is Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða máli skiptir það hvort eigandinn er Íslenskur eða ekki? Ekki hafa Íslenskir eigendur jarða verið neitt til að hrópa húrra fyrir.

Vagn (IP-tala skráð) 20.7.2019 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband