22.7.2019 | 10:32
Uppruninn skapar stundum erfiðleika.
Það er gömul saga, að uppruni hráefnisins í ýmsar umhverfismildar vörur eins og áls fyrir léttleika sinn, sem fengið er við vinnu fátæklinga í þriðja heiminum hinum megin á hnettinum, er ekki sérlega glæsilegur. Eftir slysið mikla í Bophal á Indlandi 1984 fór slæmt orð af Union Carbide og öðrum svipuðum stórfyrirtækjum lengi vel.
Alþjóðleg stórfyrirtæki hafa oft hyllst til að stunda vafasamar aðferðir við að afla hráefna eins og súráls.
Ef svipað er í gangi varðandi líþíum er nauðsynlegt að bæta úr því.
Plast var talið galdraefni þegar það kom fyrst fram og hafði á sér yfirbragð léttleika, styrks og hreinleika.
Nú hefur annað komið á daginn. Mat á framleiðslu og úrvinnslu efna og fullunninna vara þarf að vera í stöðugri endurnýjun.
Slökkt á einum kerskála vegna óróleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Plast er frábært efni, ekki síst undir matvæli og minnkar þ.a.l. matarsóun. Efni sem gætu komið í stað plasts eru sennilega dýrari og þó þau séu hugsanlega úr vistvænum efnum, er ekki víst að kolefnissporið við framleiðsluna sé minna. Plast er að mestu hliðarafurð olíuvinnslu og hráefnið sem fer í það færi væntanlega að miklu leyti til spillis ef það væri ekki notað í plast.
Vandamálið við plastið er förgun þess. En þarf það að vera vandamál? Ef plasti er fargað rétt, er það ekki vandamál og þar koma einstaklingarnir sterkir inn. Ég og þú og allir hinir. Fólk hendir plasti hugunarlaust frá sér en ég held að það sé hægt að breyta því. Ef ekki með gæskulegum áróðri, þá hugsanlega með sektum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.7.2019 kl. 12:12
Já, þetta snýst um þekkingu á viðfangsefninu og jákvæða sýn á aðgerðir. "Fjölnotasnarlpokinn" er dæmi um einfalda aðgerð.
Ómar Ragnarsson, 22.7.2019 kl. 12:49
Nær allt plast er unnið úr jarðolíu. Er ekki "hliðarafurð" eins og hér er haldið fram af vanþekkingu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 13:01
Haukur, takk fyrir hortugheitin. Þú ert örugglega góð fyrirmynd hvarvetna sem þú kemur.
Vissulega er plast unnið úr jarðolíu en þó ekki allt plast. Sumt plast er unnið úr endurnýjanlegum lífmassa, s.s sterkju og sellulósa.
Á Vísindavefnum segir eftirfarandi:
"Þegar jarðolía er hreinsuð og unnin myndast ýmsar smáar og hvarfgjarnar gassameindir, en hvarfgjarnar kallast þær sameindir sem hvarfast tiltölulega auðveldlega við aðrar og mynda nýjar sameindir. Með því að safna þessum sameindum saman, stilla aðstæður rétt og blanda við lítið magn hvataefnis má fá slíkar litlar sameindir til að hvarfast saman í langar keðjusameindir, svonefndar fjölliður. Plastið sem myndast er fljótandi massi sem auðvelt er að forma, til dæmis steypa í mót."
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.7.2019 kl. 13:49
"Nær allt", sagði ég. Það er rétt að plast (polymeres) myndast við hvörfun minni sameinda sem unnin eru úr jarðolíu (polymarization). En olíubyrgðir Jarðar eru takmarkaðar, olía er ekki endurnýjanleg orkulind, eins og Ómar hefur minnt okkur á aftur og aftur. Og ég endurtek; sameindir notaðar í plast eru ekki "hliðarafurðir" olíuvinnslu. Að fræða Gunnar Th. um þetta getur varla kallast hortugheit.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 14:42
Hvað kallar þú það sem kemur fram eftir hreinsun jarðolíunnar? Er þetta ekki aukaafurð? Þarf að afla meiri olíu vegna plastsins? Fræddu mig.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.7.2019 kl. 15:28
Mundi gjarnan vilja fræða þig um "hreinsun" á jarðolíu, en það yrði of langt mál. Efnafræðin er frekar leiðinleg hvað varðar útskýringar, enda oftast furðufuglar sem læra efnafræði. Það sem þú kallar "hreinsun" heitir "rectification." Hér er "link." Vona að hann komist til skila.
https://www.gunt.de/images/download/distillation_rectification_english.pdf
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 16:36
Plast er með merkari uppfinningum okkar manna, einhverstaðar fljótlega á eftir hjólinu að mínu mati.
Fyrir tíma umhverfisvitundar var þeim hluta jarðolíunnar (Naphtha)sem aðallega er notaður er í plast, mikið til brennt í olíuhreinsistöðvunum. í dag mundi sá hluti sjálfsagt vera nýttur í annað ef hann hentaði ekki svona vel í plast.
Naphtha hefur suðumark við 30°C og hentar því illa sem eldsneyti fyrir farartæki.
Guðmundur Jónsson, 23.7.2019 kl. 13:32
Ég sé að hroki (mont) er þitt persónueinkeinni. Þú skildir ekki aðal inntak og spurningu síðustu athugasemdar minnar, sem var; þarf meiri olíu vegna plastsins?. Í stað þess kýst þú að fela þig á bak við ; "of lang mál að útskýra olíuhreinsun" fyrir vanþekkingar fólkið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.7.2019 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.