23.7.2019 | 19:30
Skjóta fyrst og spyrja svo?
Þetta litla máltæki segir mikið í fáum orðum. Ef fyrst er skotið og drepið, verður það, sem skotið var, ekki lífgað við á ný og allur málatilbúnaður vegna drápsins, framkvæmdarinnar, eyðilagður, áður en málin eru afgreidd.
En þessi aðferð hefur hvað eftir annað verið notuð í framkvæmdum hér á landi, til dæmis það afbrigði sem kalla má túrbínutrixið.
Við gerð Álftanesvegar var lögð fram beiðni um lögbann við byrjunarframkvæmdum í hrauninu þar til búið væri að ganga frá svipuðum lagalegum atriðum og eru nú uppi við Hvalárvirkjun.
En þá var einfaldlega með aðstoð framkvæmdavaldsins send stærsta jarðýta landsins í hraunið til þess að brjóta það niður alla leiðina á einum degi.
Lögmaður andófsfólks lýsti þessu með orðunum að "verið væri að eyðileggja andlagið í málinu" og þar með eðlilega málsmeðferð.
Algjört bull og ábyrgðarleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.