24.7.2019 | 21:35
Lögmál Murphys og "tæknigallarnir."
"Tæknigalli" er mikið notað orð og á mörgum sviðum, stundum sem afsökun, þótt tæknibúnaðurinn hafi verið búinn til af mönnum.
Ferð rússneskrar herflugvélar inn í suður-kóreska lofthelgi er sögð hafa verið vegna tæknigalla og það minnir á það, að sumir tæknigallar geta verið margfalt stærri og verri en aðrir.
1983 munaði hársbreidd að hleypt yrði af stað allsherjar gereyðingarstyrjöld þegar tæknigalli í aðvörunarkerfi Sovétmanna gaf til kynna að Bandaríkjamenn væru að senda fjölda kjarnorkueldflauga yfir Kyrrahafið í árás á Sovétríkin.
Einn starfsmaður í varðstöðinni sá, að ef kalla ætti saman yfirmennina í Moskvu, sem ákveða þyrftu viðbrögð, myndu menn falla á tíma og jafnvel telja sig tilneydda til að hefja gagnárás.
Þessi eini starfsmaður ákvað að taka ekki mark á aðvöruninni. Síðan hefur verið reynt að draga úr þessari hættu en nú gæti hún verið að aukast á ný og þá er gott að hafa það í huga að lögmál Murphys gildir um tæknigalla: "Ef eitthvað getur farið úrskeiðis, mun það gerast fyrr eða síðar", og sömuleiðis það sem Henry Ford sagði: "Það sem ekki er fyrir hendi, bilar aldrei."
Rússar sagðir harma atvikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef lögmál Murphys gildir, þá hefur þú hönnunargalla.
Það á ekki að vera hægt að beita hlutum rangt, setja eitthvað rangtt í samband osfrv. En það er samt mjög algengt.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.7.2019 kl. 06:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.