25.7.2019 | 09:05
Þarf að breyta fleiru en hugbúnaðinum?
Aðalástæða vandaræðanna með Boeing 737 Max er sú, að þegar framleiddur var nýr þotuhreyfill fyrir vélar af þessari stærð, sem skóp stórkostlega sparneytni, var hægt að koma honum fyrir á Airbus 320 neo án þess að það þyrfti að hanna sérstakan hugbúnað og tölvustýrikerfi fyrir þotuna, en hins vegar þurfti að færa hreyfilinn framar og ofar á Boeing 737 Max og útbúa sérstakan hugbúnað fyrir Boeing 737 Max.
Athyglisvert hefur verið að sjá sýndan samanburð á stærðarhlutföllum vélanna sem sýnir hve miið þrengra er um hreyfilinn nýja á Boeing, til dæmis hæð hreyfilsins frá jörðu.
Þess vegna er ekki óeðlilegt að sú lausn sé skoðuð, sem blasti við í upphafi, að hanna alveg nýja vél, eða að fara út í miklar breytingar á miðstykki og stéli 737 sem gerði hinn flókna hugbúnað óþarfan.
Boeing íhugar að hætta með 737 MAX | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.