28.7.2019 | 14:21
Ótal faldar perlur í íslenskri náttúru.
Ótal óþekktar perlur er að finna í íslenskri náttúru sem auðgað geta þá ímynd sem hún hefur og skapað með heiður lands og þjóðar og auknar tekjur fyrir ferðaþjónustuna.
Eldgosin íslensku 2010 og 2011 stórjuku ferðamannastrauminn og komur heimsþekkts fólks til landsins, og þar með jukust líkurnar á því að lítt þekktar náttúruperlur kæmust á kortið.
Þar ollu líklega mestu þau miklu áhrif sem netið og samfélagsmiðlarnir höfðu, svo sem varðandi Kirkjufellsfossa.
Þótt ýmis náttúruvætti eins og Fjaðrárgljúfur og Reynisfjara hefðu verið kynnt í sjónvarpi fyrir mörgum árum náðu þau ekki að verða alþekkt til frambúðar.
Og þegar Fjaðrárgljúfur var kynnt á ný, voru það myndir ferðafólks á facebook og Youtube í framhaldinu, einkum frægs fólks, sem drógu að sér heimsathygli.
Er myndband Justin Biebers eitthvert besta dæmið um slíkt.
Enn býr íslensk náttúra yfir mörgum stöðum með falinni fegurð, sem bíður þess að gleðja ferðafólk.
Falin perla varð þekkt og fjölsótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.