Ólík vopnabúr í deilu Kim og Trumps.

Í deilum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna eru venjulega nefnd tvö ólík vopnabúr ríkjanna. 

Annars vegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. 

Hins vegar kjarnorkuvopn og eldflaugar Norður-Kóreumanna. 

Þetta eru ólík vopn.  

Þótt Bandaríkjamenn dragi úr viðskiptaþvingunum sínum, geta þeir aukið þær með nánast neinu skjali. 

En minnki Norður-Kóreumenn kjarnorkubúnað sinn, er vandséð hvernig þeir gæti aukið kjarnorkuvopnahótun sína neitt nálægt því eins hratt og Bandaríkjamenn geta aukið viðskiptaþvinganirnar. 

Annar stór galli er á kjarnorkuhótun Kims. Hún myndi hafa í för með sér svo óskaplegt tjón fyrir alla, ef vopnunum yrði beitt, að spurning er hvort nota megi um þau lýsingu Maós á kjarnavopnum Kana hér um árið, að þau væru pappírstígrisdýr. 

Þetta skapar vanda í sambúð og samningaviðræðum þjóðanna, sem erfitt er að fást við. 


mbl.is Talinn eiga 20-60 kjarnorkusprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband