Ísland borgríki; 76-24 raunverulegra hlutfall en 64-36?

Í nýjustu mannfjöldatölum Hagtofunnar kemur fram að 64 prósent íbúa landsins búi á höfuðborgarsvæðinu en 36 prósent utan þess. 

Þetta er ekkert smáræðis halli og hefur heyrst sagt, að Ísland jaðri við að vera borgríki. 

En hallinn er enn meiri ef reiknað er með að allt svæðið innan línu, sem dregin er um Akranes, Selfoss og Suðurnes, 60 kílómetra akstursvegalengd frá Reykjavík, sé eitt atvinnusvæði þar sem aðeins 40 mínútna akstur sé frá jöðrum inn til miðju. 

Ef þannig er reiknað, búa 272 þúsund manns, eða 76 prósent landsmanna, á höfuðborgarsvæðinu en aðeins 88 þúsund eða 24 prósent utan þess. 

Það hlutfall, 3:1, gerir skilgreininguna borgríki áleitnara varðandi Ísland. 


mbl.is Landsmenn rúmlega 360 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo hjálpar mikið að búa til sína prívat skilgreiningu á borgríki. En samkvæmt hefðinni þá hefur íbúahlutfall ekkert með það að segja hvort um borgríki sé að ræða eða ekki. Borg sem ræður öllu landsvæði ríkisins er borgríki. Borg þar sem flestir íbúar ríkis búa er bara stærsta borg ríkis.

Vagn (IP-tala skráð) 30.7.2019 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband