Aðgát þarf víða á björgum og fjöllum.

Margir vinsælir ferðamannastaðir hér á landi eru það brattir eða þverhníptir, að ferðafólk verður að sýna aðgát. 

Fuglabjörgin, allt frá Krýsuvíkurbjargi til Látrabjargs og Fonts á Langanesi, eru dæmi um slíkt. 

En gönguleiðir um brattar skriður geta líka verið varasamar. 

Þessir staðir og svæði eru svo mörg, að aðgát ferðamannanna sjálfra er óhjákvæmileg, þótt vitanlega sé æskilegt að viðhafa sem bestar upplýsingar, aðvaranir og varúðarhindranir þar sem hættan er mest. 

Hættan er oft lúmskust þar sem athyglin beinist að myndatöku og myndatökumaðurinn gleymir stöðu sinni. 


mbl.is Hröpuðu til bana í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband