Það var mikið! Hvenær einbreiðu brýrnar?

Stærstu áfangarnir í gerð Hringvegarins eru líkast til þessir eftir að bílaöld hófst í raun árið 1913:

1. Ca 1930: Bílfært um landveg milli Akureyrar og Reykjavíkur. 

2. 1974: Bílfært allan hringinn. 

3, 2019: Malbikað allan hringinn. 

24 ár liðu á milli 1. áfanga og 2. áfanga, en hvorki meira né minna en 45 ár á milli 2. áfanga og 3. áfanga. 

Næsti áfangi gæti verið að engin einbreið brú verði á Þjóðvegi nr. 1. 

Mun það taka 24 ár?  48 ár? Heila öld? Enn lengri tíma?

Umferðarþunginn er mismikill á einstökum köflum vegarins, og Ísland er ekki það eina af Norðurlöndunum, þar sem aðstæður eru þannig, að tekist hafi að afnema einbreiðar brýr. 

Er Noregur ágætt dæmi um slíkt. 


mbl.is Malbik allan hringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

30 til 74 eru 44 ár

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.8.2019 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband