2.8.2019 | 00:46
Icelandair - eins konar viðlagatrygging?
Áfallið, sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna missis 737 Max vélanna og sér ekki fyrir endann á, minnir um sumt á tjón vegna náttúruhamfara, sem engin leið var að sjá fyrir.
Jafnvel þótt Max vélarnar komist aftur í gagnið á þessu ári, fýkur sumarvertíðin út í buskann.
Í ljósi þess að í raun fékk WOW air lán upp á 2 milljarða í gegnum Isavia, væri ekki fráleitt þótt einhverjir teldu að Icelandair ætti að fá ríkisaðstoð, og þá kannski með þeirri röksemd að þar væri að greiða út skaðabætur svipaðar og gert er hjá viðlagatryggingu.
Á móti er kannski sagt, að jafnvel þótt Icelandair rúlli, komi erlend flugfélög fljótlega inn í og fylli upp í skarðið, því að nú fljúgi miklu fleiri flugfélög til landsins en nokkru sinni fyrr.
En það hefur ekki gerst nema að hluta til varðandi WOW gjaldþrotið að önnur flugfélög hafi fyllt það stóra skarð og yrði vafalaust enn hæpnara ef Icelandair fer yfir um.
Ef Icelandair gefst upp verður það í fyrsta sinn í millilandaflugsögu Íslands sem ekkert íslenskt flugfélag flygi til og frá landinu.
Sérstaða Íslands er líka slík hvað varðar legu landsins, að íslenskt milllandaflug hefur mikla sérstöðu.
Hálfsárstap Icelandair 11 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eignastaða Icelandair er allt önnur en WOW. Icelandair þolir um 5 svona ár í viðbót áður en það lendir í vandræðum. Það er því nokkuð í það að þörf sé á einhverjum neyðarstyrkjum frá ríkinu.
Um allan heim eru fjöldi eyríkja með "sérstöðu" vegna legu sinnar. Sum eru með flugfélag og önnur ekki. Sérstaða okkar felst aðallega í því að halda að við höfum einhverja sérstöðu.
Vagn (IP-tala skráð) 2.8.2019 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.