2.8.2019 | 17:40
Óhugsandi í Yellowstone. Trépalla ef þarf.
Í Yellowstone þjóðgarðinum bandaríska hafa menn meira en 120 ára gamla reynslu af rekstri hans.
Þar eru víða svipaðar aðstæður og eru á hverasvæðum í Mývatnssveit og línurnar eru alveg hreinar: Ekki eitt einasta fótspor að finna í viðkvæmum leirnum.
Til þess að tryggja þetta, er gangandi umferð stýrt eftir trépöllum, líkt og gert er á Þingvöllum.
Ljósmynd af hverasvæði vestra á borð við þá sem sýnd er í tengdri frétt á mbl.is væri óhugsandi.
Svo einfalt er það.
Er ekki eitthvað hægt að læra af þessu?
Takmarka umferð við náttúruperlur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vagn (IP-tala skráð) 2.8.2019 kl. 19:21
Vagn (IP-tala skráð) 2.8.2019 kl. 19:24
Það koma meira en þrjár milljónir ferðamanna í Yellowstone árlega og örfáir svartir sauðir segja ekkert um umgengnina þar.
Sjálfur kom ég þangað tvisvar, árin 1999 og 2008, fór um allan þjóðgarðinn og helstu staði hans og sá aldrei svo mikið sem fótspor eða sælgætisbréf utan palla og stíga.
Ómar Ragnarsson, 3.8.2019 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.