Raftítlur, liprar og handhægar, bakpoki fín viðbót.

Raftítlur, öðru nafni rafhlaupahjól, eru hluti af vaxandi flóru rafhjóla af öllum stærðum og gerðum. (Heitið raftítla vísar til heitisins veggjatítla.)

Aðal kostur rafhlaupahjólanna er hve handhæg þau eru. Og líkt og gildir um önnur vélhjól, því að hlaupahjólin eru knúin afli örlítils rafhreyfils, getur ökumaðurinn haft meðferðis lítilsháttar farangur í bakpoka. Microlino

Títlurnar komast fyrir í einkabílum og hægt að hafa þær með sér í strætó. 

Svisslendingar, sem nú hafa byrjað að framleiða og selja örbílinn Microlino, hönnuðu raftítlu á undan honum og að sjálfsögðu er einn möguleikinn í ferðum að nýta örbílinn til þess að komast lengra og smjúga betur í stæði en venjulegur bíll, en fara síðan afganginn af leiðinni á raftítlu.   

Á myndinni er tveir mannanna með títlur meðferðis. 

Auðvitað skiptir miklu að fara að öllu með gát á raftítlunum, því að ökumaðurinn er ansi berskjaldaður. 


mbl.is Engin rafhlaupahjólaslys hérlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finnst þetta líkjast BMW Isettunni gömlu.

Halldór Jónsson, 2.8.2019 kl. 22:50

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hönnuðirnir segja sjálfir, að Microlino byggist algerlega á hugmyndinni að baki Ísettunni, og helsti gallinn sýnist vera afar léleg vörn gegn árekstri framan á. 

Að öðru leyti er hönnunin vel heppnuð. 

Ómar Ragnarsson, 3.8.2019 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband