"Þarfir samfélagsins" víkja fyrir þörfum stóriðjunnnar.

Þeir sem tala mest fyrir því að halda áfram virkjanasókn, sem að stórum hluta byggist á rányrkju á háhitasvæðum, verður tíðrætt um "þarfir samfélagsins"; íslenskra heimila og fyrirtækja. 

Staðreyndin er hins vegar sú, að hlutur stóriðju i eigu útlendinga fer sívaxandi á kostnað íslenskra heimila og fyrirtækja. 

Hlutur stóriðjunnar hækkar sífellt og er kominn í 83 prósent, en aðeins 17 prósent fara til íslenskra heimila og fyrirtækja.

Ofan á þetta bætist, að raforkuvinnslan á jarðhitasvæðunum er að stærstum hluta miðuð við það að orkan endist aðeins í 50 ár, en slík nýting er hrein rányrkja, víðsfjarri sjálfbærri þróun. 

Forstjóri Landsvirkjunar sagði við opnun Þeystareykjavirkjunar að þar yrði stigið varlegar til jarðar en áður hefði verið gert og gaf með því í skyn að orkutölurnar í upphafi hefðu verið allt of háar. 

Stefán Arnórsson hefur fært skýr rök fyrir því að gerbreyta þurfi um stefnu varðandi gufuaflsvirkjanir, fara afar rólega af stað í smáum aföngum og fylgjast samfellt grannt með því að orkan endist á sjálfbæran hátt. 

Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson viðruðu svipað í greinaflokki sínum um þessi mál fyrir nokkrum árum. 


mbl.is Vilja ekki virkja minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er athyglivert að orkumálastjóri virðist álíta að hlutverk hans sé fyrst og fremst að vera talsmaður stóriðjunnar. Ég efast um að það sé í samræmi við hlutverk Orkustofnunar samkvæmt lögum.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.8.2019 kl. 14:28

2 identicon

"Þarfir samfélagsins" víkja fyrir þörfum kleptokratanna, Íhaldsins.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2019 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband