6.8.2019 | 23:31
Spá að rætast: Vatnið vaxandi ófriðarefni.
Það er ekkert sérstaklega langt síðan margir fundu léttvægar spár um vatnsskort sem ástæður styrjalda á næstu áratugum. Viðkvæði eins og "enn ein heimsendaspáin" heyrðust.
En hröð fjölgun jarðarbúa og tilheyrandi kröfur um aukna neyslu valda því, að helstu auðlindir jarðar fara að ganga til þurrðar vegna rányrkju og bruðls.
Í viðbót við olíu, kol og aðrar orkugjafa, sem fara að ganga til þurrðar, eru efni, sem fáir leiða hugann að, eins og fosfór, sem er afar mikilvægt efni í búskap jarðarbúa.
Vatnsskortur yfirvofandi í 17 löndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Okkar ágæti Ómar minnist á fosfór í pistli sínum. Er mér oft umhugsunarefni að þetta frumefni, sem minnir flesta á áburð eða þvottaefni, er einkennandi fyrir DNA og RNA eða kjarnasýrurnar, erfðaefni og erfðaboða allra lífvera.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.8.2019 kl. 00:15
Vagn (IP-tala skráð) 7.8.2019 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.