7.8.2019 | 15:47
Hagkvæmni nýju hreyflanna mun ráða úrslitum.
Bæði Boeing og Airbus hafa misreiknað ýmislegt í spám sínum um heppilegustu farþegaþoturnar.
Airbus ofmat til dæmis markaðinn fyrir hina risavöxnu A380 og vanmat um leið möguleikana, sem endurbætur Boeing á 747 þotunum gáfu til þess að framleiða hagkvæmustu stórþoturnar (Bumburnar).
En stóraukin fjölgun farþega í markhópi sem mætti skilgreina sem lægri millistétt og sættir sig við að fljúga í mjóum þotum, sem knúnar eru nýjustu gerð sparneytnustu hreyfla sem þar að auki bjóða upp á aukna langdrægni, olli því að samkeppni flugvélarisanna varð áköfust í smíði Boeing 737 Max og Airbus 320 neo.
Ef 737 Max verður ekki komin í gagnið næsta vor, er varla annað í boði en að taka inn Airbus í staðinn, jafnvel þótt það kosti algera kúvendingu í þotukaupum að fara frá hinum ameríska framleiðanda til hins evrópska.
Það yrðu þáttaskil hjá Icelandair.
Icelandair velji Airbus-vélar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver mun treysta 737 Max eftir einhverja hugbúnaðaruppfærslu, sem á að leiðrétta fyrir missmíði flugvélarinnar sjálfrar?
Það er ekki nóg að einhverjar eftirlitsstofnanir gefi grænt ljós á þetta apparat, ef almenningur kýs ekki að ferðast með því.
Er ekki vandamálið einfaldlega það að 737-byggingarlagið hentar einfaldlega ekki þessum nýju mótorum ?
Þórhallur Pálsson, 7.8.2019 kl. 21:10
Það sést þegar þú sérð samanburðarmyndir á Airbus 320 neo og Boeing 737 Max.
Ómar Ragnarsson, 7.8.2019 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.