7.8.2019 | 23:55
Byltingarkennd farartæki.
Það er óhætt að fagna því að Sniglarnir ætli að kynna möguleika á notkun rafhjóla í samgöngum, farartækja, sem alveg hefur vantað í íslensku flóruna.
Einkum eru rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum spennandi kostur vegna þess mikla sparnaðar á fyrirhöfn og tíma sem þeim fylgir.
Það verður áhugavert að sjá hvaða hjól munu verða í för Sniglanna.
Ekki hvað síst ef flottasta hjólið, BMW C evolution, verður með, hjól sem kemst hátt á annað hundrað kílómetra hraða og fer meira en hundrað kílómetra á hleðslunni.
En er að vísu ekki með útskiptanlegum rafhlöðum.
Selst betur en svipuð hjól með bensínhreyfli hjá BMW.
Sniglarnir í rafmagnaða hringferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.