Koma pálmatréní Vogabyggð eftir allt? Og krókódílar á Húsavik?

Það var ekki lítið sem rætt var um hugmndina um pálmatrén í eins kona glerturnum í Vogahverfi ekki alls fyrir löngu og þótti mörgum hugmyndin fáránleg. 

Þess vegna verður fróðlegt að sjá hvernig pálmatrjánum fimm reiðir af í Laugardal. 

Þetta leiðir hugann að hugmyndinni um krókódílagarð á Húsavík, sem kom upp fyrir um 20 árum og var slegin út af borðinu. 

Síðuhafi renndi þá fyrir tilviljun fram á krókódílagarð í Klettafjöllunum í Kólóradó ekki langt frá þorpinu Manassa, sem fyrsta alþjóðlega stórstjarna íþróttanna, Jack Dempsey, kenndi sig við (The Manassa mauler).  

Auðvitað var tilvaldið að taka mynd af krókódílagarðinum og sýna heima. 

En ekkert varð af því að sýna ferðafólki krókódíla á Húsavík.  


mbl.is Pálmatré í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Hugmyndin er góð.

Mætti ef til vill hyggja að
endurgerð af Edens aldingarði.

Samkvæmt sköpunarsögunni þá eru verulegar
líkur á því að höggormurinn hafi þótt ásjálegur
svo ekki meira sagt og einnig að hann hafi gengið uppréttur.

Safni þessu mætti sem best koma upp á Húsavík.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.8.2019 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband