Veturinn að byrja að gera sig kláran?

Það þarf ekki annað en renna augunum yfir veðurkortin eða að skreppa bara 70 kílómetra upp í Borgarfjörð til að sjá ansi lágar hitatölur og strekkingsvind

7 stig á Hvanneyri og 3 stig á Holtavörðuheiði. 

Svona getur Esjan verið gott skjól fyrir norðaustanáttina fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. 

En þessar tölur í Borgarfirðinum virka kannski svalari fyrir þær sakir hve óvenju lengi hefur verið óvenju hlýtt og þjóðin orðin góðu vön. 

Ágúst er að meðaltali næstum jafn hlýr og júlí og hlýrri en júni, svo að ef veturinn er að byrja að gera sig kláran, ætlar hann að taka sér drjúgan tíma í það. 


mbl.is Dökkir og ljósir punktar í helgarspánni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband