16.8.2019 | 21:50
Því ekki að hafa Lækinn opinn hér eins og í Árósum?
Lækurinn sem rennur í gegnum miðborg Árósa á Jótlandi og er mikil prýði gæti verið fyrirmynd þess að opna Lækinn í Reykjavík, sem rennur nú undir Lækjargötu en var fyrrum opinn.
Síðuhafi skoðaði Lækinn í Árósum fyrir um tuttugu árum og skrefamældi breiddina sem Árósalækurinn hefur á milli húsa, og bar saman við Lækinn okkar þegar heim kom.
Kom þá í ljós að íslenski Lækurinn hefur nokkurra metra meira rými en sá dsnski.
Fyrir rúmum aldarfjórðungi var viðrað innan borgarstjórnar hvort opna ætti lækinn, og voru alls konar mótbárur notaðar sem ekki virkuðu í Árósum, svo sem að Íslendingar væru svo mikli sóðar að þeir myndu fylla Lækinn af bjórdósum og rusli.
Síðan þá afa opnast alls konar möguleikar á eftirliti, sem ættu að gera það mögulegt að fara að dæmi Dana.
Þegar Kvosin sekkur í sæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.