Einn úr "bakpokalýðnum" svokallaða, stórlega vanmetnum.

1975 stóð ungur þýskur námsmaður með bakpoka við þjóðveginn milli Reykjavíkur og Akureyrar og var í hópi þeirra ferðamanna, sem flokkuðust undir "bakpokalýð" eða "puttaferðalanga." 

Var þá rætt um það og raunar lengst af síðan, að slíkir ferðamenn væru óæskilegir af því að þeir eyddu svo litlu í landinu. 

Síðuhafi tók hins vegar puttaferðalanginn upp í og leyfði honum að sitja í norður. 

Síðar varð þessi maður háskólaprófessor í jarðfræði og hefur um áratuga skeið komið árlega með nokkra tugi nemenda sinna til Íslands til að kynnast draumalandi jarðfræðinga. 

Já, "bakpokalýðurinn" hefur löngum verið vanmetinn stórlega í fleiri löndum en Íslandi. 

Dæmid:  Þegar Japanir fóru að flytja út ódýrustu og minnstu smábílana til Bandaríkjana á hippatímabilinu hlógu forráðamenn stóru amerísku verksmiðjanna að þeim, því það var svo auðséð hve lítið var hægt að græða á því að selja svona tíkur. 

En þeir vissu ekki að þetta var hluti af stórri áætlun Japananna um að skáka Könunum á næstu 20 árum á þeirra eigin heimavelli. 

Stúdentarnir tóku nefnilega próf og fengi smám saman vel launaðar stöður. 

Honda Civic var minni en Toyota Aygo er núna, en var stækkaður smám saman i takt við aukinn kaupmátt markhópsins. 

Síðan komu stærri eins og Accord og Prelude, og 1990 vöknuðu Kanar við vondan draum, höfðu misst hálfan markaðinn og Lexus 400 og Benz S höfðu velt Cadillac úr sessi sem "the standard of the world." 

 


mbl.is Fékk þakkarbréf 16 árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó einn eða tveir úr hópi þúsunda bakpokaferðalanga komi aftur og borgi þá fyrir hótel gerir það ekki bakpokaferðalanga að eftirsóttum markhóp. Sumir koma jafnvel aftur til að endurtaka upplifunina og gista í tjaldi eða svefnpokaplássum, elda mat á prímus og húkka sér far. Ganga sumir þeirra svo langt að taka með sér einhvern fjölda blankra nemenda til að ferðast sem ódýrast um landið.

Það er ekkert sem segir að fækkun bakpokaferðalanga fækki efnaðri ferðalöngum, og margt sem bendir til þess að bakpokaferðalangarnir fæli frekar frá efnameiri ferðamenn. Einföld þumalputtahagfræði, saga ferðaþjónustu eftir stríð og almenn skynsemi segir manni að bakpokaferðalangar svara ekki kostnaði, hvorki sem ferðamenn, framtíðar ferðamenn eða auglýsing.

Vagn (IP-tala skráð) 17.8.2019 kl. 20:45

2 identicon

Fyrir 50 árum var Woodstock hátíðin

Bakbokalýðurinn sem þar var breytti heiminum

Í heimildamyndum um Waterloo er Víetnamstríðið áberandi bæði hjá bakpokalýðnum en líka hjá foreldrum sem áttu börn í Víetnam og fundu þar með til samstöðu með bakpoklýðnum

einnig sér maður fjári marga VW bjöllur á Woodstock svæðinu

Grímur (IP-tala skráð) 17.8.2019 kl. 21:23

3 identicon

"...margt sem bendir til þess að bakpokaferðalangarnir fæli frá efnameiri ferðamenn." Ómar, þú átt ekki að sætta þig við svona rugl.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.8.2019 kl. 22:14

4 Smámynd: Már Elíson

Hvernig getur einn kjáni, "vagn" verið svona ruglaður ?? - Svo ruglaður, að hinn nafnleysinginn og rugludallurinn "haukur kristinsson" sýpur hveljur og biður Ómar um hjálp....jajaja....Alltaf eitthvað hinsegin á gleðideginum !

Már Elíson, 18.8.2019 kl. 00:53

5 identicon

Fyrst þetta er svona kjánalegt og ruglað ætti ekki að vera mikið mál að koma með sannfærandi rök fyrir því að efnaðir ferðamenn komi aftur á staði sem þeir eru búnir að heimsækja en nú til þess að eyða margfalt meira en venjulegur ferðamaður. Sannfærandi rök fyrir því að efnaðir ferðamenn kjósi staði sem eru troðnir bakpokaferðalöngum. Og sannfærandi rök fyrir því að efnaðir ferðamenn séu líklegri en aðrir til að hafa einhvern tíman verið bakpokaferðalangar.

Þó einhverjir komi fram undir nafni er ekki gefið að þeir tali af viti. Og þegar óþarfa nafnaflöggun getur gefið óprúttnum kennitölu, símanúmer, heimilisfang, fjölskyldu og staðsetningu er það langt frá því að vera gáfumerki, sérstaklega ef menn stunda það að uppnefna fólk og efast um geðheilsu þess.

Vagn (IP-tala skráð) 18.8.2019 kl. 04:41

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nemendur Ulrich Munzer eru ekki bakpokalýður frekar en íslenskir nemendur erlendis í útskriftarferðalögum. 

Og fyrrum bakpokaferðalangar koma oft aftur og aftur til þess að njóta af því gnægtarborði, sem íslensk náttúra er, skoða staði, sem þeir höfðu ekki efni á að skoða í fyrstu ferðinni forðum, og njóta þeirra þæginda sem góðar tekjur þeirra gefa þeim kost á. 

Ómar Ragnarsson, 18.8.2019 kl. 08:14

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er svo magnað með þennan bakpokalýð að hann menntast, fær góða vinnu og kemur sér upp fjölskyldu.

Ef upplifun af landi og þjóð er góð, kemur þessi fjölskylda til landsins og þá fráleitt sem bakpokalýður.

Ótal dæmi finnast um það.

Benedikt V. Warén, 18.8.2019 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband