Tveggja þjóða hagkerfi í hverju landi?

Það virðist vera sama hvaða aðferð er notuð til að ákvarða laun og starfskjör ákveðins hluta þjóðarinnar, þessi hópur kemur alltaf betur út en allir aðrir, sama hvort það er Kjaradómur sem skenkir, eða valdaöflin innan eins konar sér hagkerfis fjármála- og viðskiptalífsins. 

Það er raunar sama alþjóðlega bankahagkerfið og olli efnahagshruninu samkvæmt helstu rannsóknum þar um fyrir ellefu árum og virðist lítið breytt. 

Tvær fréttir á sama deginum fjalla um þetta fyrirbæri, annars vegar frétt um sérstakan starfslokasamning bankastjóra upp á 150 milljónir króna, og hins vegar önnur frétt um fjórðugs hækkun launa þeirra, sem áður nutu sérkjara Kjaradóms en hafa nú enn betur upp úr því að vera utan dómsins. 

Síðan má nefna þá skiptingu Íslendinga í tvær þjóðir, þar sem annar hópurinn býr í hagkerfi íslenska krónunnar, en hinn í hagkerfi evrunnar og erlendra mynta. 


mbl.is 150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband