18.8.2019 | 14:34
Ósnortin náttúrverðmæi metin á núll krónur. Ok ekki OK lengur.
Fram að þessu hafa ósnortin islensk náttúruerðmæti verið metin á núll krónur ef mannvirkjasóknin hefur krafist þess.
Sant er til aðferð, svonefnt skilyrt verðmætamat, sem notuð hefur verið víða erlendis þegar mismunandi kostir hafa verið metnir.
Á leiðinni austur yfir fjall blasa við tveir heimsfrægir jöklar, Snæfellsjökull í vestri og Eyjafjallajökull i austri.
Síðarnefndi jökullinn kom Íslandi a kortið hjá öllum þjóðum heims og hratt af stað stórfelldustu efnahagsuppsveiflu síðustu 80 ára.
Það verður sjónarsviptir þegar hann, Snæfellsjökull og allir hinir 200 sem hverfa munu, heyra sögunni til ef svo fer fram sem horfir.
Og verða ekki metnir á einu einustu krónu frekar en venjan hefur verið her á landi.
Síðuhafi man þá tíð þegar Okjökull setti svip á borgfirskt landslag allan ársins hring.
En nú er Ok ekki lengur OK.
Okjökull kvaddur með viðhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2238907/
og Mogginn var búinn að sjá endalokin árið 1960:
http://timarit.is/files/15903371.pdf?fbclid=IwAR0brfMpaU8ZcUy9kzYUhGrcrwlC94xaKMzGp2cgL8qYVBuvt_EDJNs9e2Q#navpanes=1&view=FitH
FORNLEIFUR, 18.8.2019 kl. 15:05
Já en.. Bjarni, Kolla og Kata ætla að gefa okkur O3 í staðinn... Er það ekki Ok?
Þjóðólfur í Örorku (IP-tala skráð) 18.8.2019 kl. 15:25
Loftmyndin af Oki 1986 (sem hefur verið í fréttum) er með töluverðu nýsnævi - það sést á loftmynd NASA frá 14. september 1986. Svona falsanir eru alvarlegar og ekki góðum málstað til framdráttar.
SH (IP-tala skráð) 18.8.2019 kl. 16:04
Hvað hefur breyst síðan myndinn í Mogganum frá 1960 birtist. Sýnist vera um nákvæmlega það sama að ræða á Okinu og í dag. Þegar ég var í barnaskóla var mér kennt að Okið væri að hverfa og mundi hverfa á næstu árum. Það fannst öllum fagnaðarefni á þeim tíma bæði nemendum og kennara. Þá var hnattræn hlýnun af mannvöldum heldur ekki til.
Jón Magnússon, 18.8.2019 kl. 16:27
NASA 14. september 1986 og 1. ágúst 2019:
https://earthobservatory.nasa.gov/images/145439/okjokull-remembered
SH (IP-tala skráð) 18.8.2019 kl. 17:00
"Síðarnefndi jökullinn kom Íslandi a kortið hjá öllum þjóðum heims og hratt af stað stórfelldustu efnahagsuppsveiflu síðustu 80 ára"
með tilheyrandi aukningu á útblæstri gróðuhúsaloftegunda eða er ferðamannaiðnaðurinn stikkfrí þegar kemur að svokallaðri hnattrænni hlýnun?
Grímur (IP-tala skráð) 18.8.2019 kl. 19:11
Á hvaða öld ætli Ok hafi orðið jökull skv. skilgreiningu?
Níels Rúnar (IP-tala skráð) 18.8.2019 kl. 23:52
Skjöldur gerður með því að bræða málm, flug gesta og akstur að hátíðarsvæði hafa lítið gagn gert umhverfinu. En eins og öðrum sem menga þá vefst örugglega ekki fyrir þátttakendum gjörningsins að réttlæta sín óþarfa kolefnisfótspor.
Vagn (IP-tala skráð) 19.8.2019 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.