Kanar hafa alltaf ráðið Grænlandi að vild.

Bandaríkjamenn keyptu Alaska af Rússum á 19. öld og það var ekki fyrr en öld síðar sem afleiðingar þess komu til fulls í ljos. 

Með Monroe-kenningunni áskildu Bandaríkjamenn sér rétt til þess að setja Evrópuveldum stólinn fyrir dyrnar hvað það varðaði að þau seildust til valda í Ameríku. 

Þegar upp komst að Þjóðverjar sendu á laun tilmæli til stjórnar Mexíkó i Fyrri heimsstyrjöldinni um að ganga í lið með þeim og fá lönd að launum í Bandaríkjunum, var það nefnt sem ein af ástæðunum fyrir því, ásamt kafbátahernaði Þjóðverja, að Kenarnir létu af hlutleysi og tækju þátt í stríðinu.  

Við upphaf Seinni heimsstyrjaldarinnar var Monroe kenningin áréttuð og þar með að Grænland, sem hluti af Norður-Ameríku, væri á áhrifasvæði Bandaríkjanna. 

Kanar sömdu síðan einfaldlega við sendiherra Dana í Washington um að gera flugvelli og hafa herstöðvar í Syðri-Straumfirði og Narsassuaq án þess að ríkisstjórnin i Kaupmannahöfn gæti aðhafst neitt. 

Í Kalda stríðinu héldu Bandaríkjamenn aðstöðu sinni og bættu Thule herstöðinni við og fengu þeim óskum framgengt sem þeir þurftu, enda bæði Danmörk og Bandaríkin í NATO. 

Þeir hafa í raun alltaf ráðið Grænlandi að vild og þurfa ekki kaupa landið.  


mbl.is Staðfestir áhuga sinn á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband