20.8.2019 | 07:53
Jðklarnir í Himalaya skipta tvo milljarða manna máli.
Það, að frægustu jöklar Íslands hverfi er að vísu mikill sjónvarsviptir, en þó smámunir miðað við það sem gerist í hamfarabráðnun jökla Grænlands, Suðurskautslandsins og Himalaja.
Frá Himalayafjöllum renna fjögur stærstu fljót Suðaustur-Asíu, og vorleysingarnar í jöklunum, sem þær koma frá skipta um tvo milljarða manna miklu máli.
Hverfi þessir jöklar eða rýrni stórlega hefur það einfaldlega svo gríðarlega mikil áhrif á landbúnað hag meira en fjórðung mannkyns, að það er mikill ábyrgðarhluti að láta sem ekkert sé.
Framtíð jökla ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hugsun þeirra Íslendinga sem láta sér hlýnunina í léttu rúmi liggja virðist í meginatriðum byggja á þrennu:
1. Sú kenning að hlýnunin sé af mannavöldum er samsæri.
2. Það er bara gott að það hlýni aðeins á Íslandi. (Veröldin utan Íslands kemur þeim ekki við, og streymi hingað milljónir loftslagsflóttamanna sem ekkert verður við ráðið er lausnin einföld - göngum bara úr Schengen)
3. Það var kalt í gær - það sannar að það er engin hlýnun.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.8.2019 kl. 09:10
Þetta eru skelfilegar fréttir. Auðvitað geta þeir ekki skipt um uppskeru, eins og forfeður þeirra gerðu þegar veður breyttist, og munu því svelta. Rétt eins og allir vesturlandabúarnir sem drukkna sitjandi grunlausir í sófanum þegar fjöruborðið breytist. Ógn og skelfing. Hvernig festum við veðrið, og hvaða ár á þá að velja? Hverjir vilja 1987?
Vagn (IP-tala skráð) 20.8.2019 kl. 10:28
Jöklarnir búa til árstíðasveiflu í fljótunum. Hverfi jöklarnir í Himalaya vegna hlýnunar mannavöldum (sem er raunar fráleitt því jökulröndin færist bara upp um 130 metra á hverja gráðu hlýnunar) minka árstíðarsveiflan og meðalrennsli eykst lítillega á meðan jöklarnir eru að minka. Hvortveggja bætir lífskilyrði fólks við fljótin.
Guðmundur Jónsson, 20.8.2019 kl. 15:08
Það er hraði breytinganna sem skiptir hér máli.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.8.2019 kl. 16:06
Grænlandsjökull er að bæta við sig og þunginn steypir skriðjöklum út í sjó í vaxandi mæli. Bráðum getum við kannski séð hafís inn á Húnaflóa.
Halldór Jónsson, 20.8.2019 kl. 16:32
Þorsteinn
Þú hefur rétt fyrir þér með lið 1. Þetta er bull
Nr.2.Hlýnun ´aÍslandi er góð meðan hún varir. Hverfur líklega 2023.
Heillaráð að ganga úr þessu helvítis Schengen og EES.
Halldór Jónsson, 20.8.2019 kl. 16:35
Hraði breytinganna ?
Hlýnun síðust 30 ára hefur verið um 0,4° sem er á pari við 1910 til 1940. Það virtist ekki valda neinum hörmungum þá.
Spálíkönin sem spáðu 0,4° á ártug fyrir 2000-2020 hafa flest eða öll verið aðlöguð að um 0,1° á áratug. svo það er engin að spá hraðari breytingum en þetta lengur.
Guðmundur Jónsson, 20.8.2019 kl. 16:55
Þessar fréttir af því að Grænlandsjöklull sé að bæta cið sig stangast alveg á við nýjustu fréttir af mestu bráðnun hans.
Ómar Ragnarsson, 20.8.2019 kl. 16:55
Lintzen sagði svo
Halldór Jónsson, 20.8.2019 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.