21.8.2019 | 08:40
Tæknilega stórmerkileg virkjun en því miður ósjálfbær.
Tæknilega er Hellisheiðarvirkjun stórmerkilegt mannvirki, þar sem sjá má í framkvæmd helstu nýjungar í nýtingu jarðvarma svo sem kolefnisbindinguna. Á þessu sviði eru íslenskir vísindamenn enn í fremstu röð í heiminum.
Á grundvelli íslenskrar reynslu og þekkingar er hægt að nýta þessa orkulind víða um lönd, ef krðfum um endurnýjanlega orku og hreina er fylgt.
En því miður var virkjunin höfð allt of stór í upphafi og stenst því ekki kröfur um sjálfbærni. Ending orkunnar í aðeins nokkra áratugi er einfaldlega rányrkja.
Í upphafi Þeystareykjavirkjunar gumuðu sumir af því að sú virkjun gæti orðið jafnoki Hellieheiðarvirkjunar.
En í máli forstjórans við vígsluna kom skýrt fram, að 90 megavött verða látin nægja í upphafi til þess að eiga meiri möguleika á sjálfbærni til framtíðar.
Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.