Skipulagning vindorkuframleiðslu 20 árum á eftir tímanum.

Um síðustu aldamót var hafist handa við fyrstu rammaáætlun um nýtingu jarðvarma og vatnsafls, sem síðan hefur verið unnið að. 

Eins og heitið bendir til er ekki orð um vindorku. 

1993 hafði þáverandi iðnaðarráðherra fram ítarlegt yfirlit yfir orkuvinnslukosti á Íslandi, og ekki var heldur orð þar um vindorku. 

Málin standa nokkkurn veginn svona enn í dag hér á landi, þannig að enn í dag eru landið allt, allt frá miðhálendinu og jafnvel út á grunnsævi við strendurnar nær algerlega undir án nokkurrar yfirsýnar varðandi þennan orkukost.   


mbl.is Mæta orkuþörf heimsins með vindorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Engin hætta að vindmyllur rísi. Lovísuáhrifin kom í veg fyrir það eins og á Skeiðunum hjá Steingrími á eigin landi.

Halldór Jónsson, 25.8.2019 kl. 15:04

2 identicon

Það er auðvelt loksins þegar eitthvað er fjárhagslegur möguleiki að segja að við hefðum átt að fara af stað þegar það var allstaðar rekið með miklu tapi á ríkisstyrkjum. Að horfa með lokuð augu í baksýnisspegilinn og segja að við hefðum átt að gera ráð fyrir þörf á raforku með verra afhendingaröryggi og hærri framleiðslukostnað en annað sem okkur býðst.

Vagn (IP-tala skráð) 25.8.2019 kl. 17:27

3 identicon

Það má ekki legja háspennulínu frá Selfoss og til Akureyrar því það spillir útsýninu á hálendinu

En að troða ljótum vindmyllum út um allt virðist hugnast náttúruverndarmönnum vel

Grímur (IP-tala skráð) 25.8.2019 kl. 18:16

4 identicon

Það á að fullnýta alla þá virkjunarkosti sem snýr að fallvatnsvirkjunum vegna þess að það er ódýrasta leiðin til að framleiða raforkuna . Ég er sammála Guðna Jóhannessyni orkumálastjóra sem vill staldra við í þjóðgarðavitleysunni sem er að tröllríða öllu. Þegar fallvirkjunum sleppir geta sjávarfallavirkjanir verið allt eins hagkvæmar og vindorkuverin. Síðan vil ég benda á möguleika varmapumpa til að spara raforkuna og notkun repjuolíu á skipaflotann. Við þurfum að auka orkuframleiðsluna því að skortur á henni og allur innflutningur veldur hækkunum á verði til almennings. Að sjálfsögðu á ekki að selja út  fyrr en orkuþörf innanlands er tryggð.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 25.8.2019 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband