Heimaslóðir grænasta bíls Íslands?

Boðuð kynnisferð fyrir áhugamenn um hraðskreiða og fallega sportbíla í Mótordalinn svonefnda á Ítalíu í haust heillar síðuhafa óneitanlega, þótt hann muni varla fara þá ferð. Tazzari-Landcruiser

Ástæðan er ekki eingöngu að þetta séu slóðir ítölsku stálgæðinganna Ferrari, Maserati og kó, sem seint verða kenndir við að vera sérlega umhverfisvænir,  heldur ekki síður sú, að rafbíllinn Tazzari, sem er minnsti, léttasti, ódýrasti og líklega grænasti bíll landsins, er framleiddur í Mótordalnum í borginni Imola, rétt hjá hinni frægu kappakstursbraut. 

En þessi litli og sniðugi rafbíll hefur verið helsta farartæki síðuhafa síðustu tvö og hálft ár og staðið sig vel. 

Hann tekur tvo í sæti á þægilegan hátt, nær 90 km hraða og fer 90 km á hleðslunni. 

Í tímabili voru enn smærri rafbilar, Microlino, framleiddir hjá Tazzari, en hinir svissnesku hönnuðir og framleiðendur Micronlono hafa nú fært framleiðslu þeirra bíla norður fyrir Alpafjöll.  


mbl.is Halda á slóðir ítalskra ofursportbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband