26.8.2019 | 22:28
"Sama hvort smáþorpið heitir Sauðárkrókur eða Reykjavík."
Ofangreinda setningu hafði Einar K. Guðfinnsson hér um árið eftir útlendingi, sem hafði flust frá einni af stórborgum Evrópu til Sauðárkróks, og var spurður, hvers vegna í ósköpunum hann hefði flust til Sauðárkróks en ekki Reykjavíkur, úr því að hann flutti til Íslands á annað borð.
Í orðum útlendingsins lá svipuð meining og i viðtalinu á mbl.is við japanskan ítala frá New York, sem flutti til Seyðisfjarðar frá New York.
Munurinn á stórborgunum á þéttbýlustu svæðum meginlandanna austan hafs og vestan og íslenskum bæjum og þorpum er einfaldlega svo gríðarlegur, að munurinn liggur í því lifað sé á eyju "fjærst í eilífðar útsæ" eða í þrengslum milljónaborga meginlandanna.
Tek Seyðisfjörð fram yfir New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.