27.8.2019 | 19:00
Veipið líka! Gat nú verið!
Veipið átti að vera allra meina bót og algerlega hættulaust. Þar á undan áttu tóbaksreykingar fyrstu áratugi þess siðar að vera hreystimerki.
Plastið átti að vera óbrigðult galdraefni á alla lund með engum aukaverkunum.
En ætli það sé ekki oft þannig, að það sem ekki var í góðu gildi i gamla frumskógarsamfélaginu geti verið varasamt.
En því miður tekur oft heldur langan tíma til þess að slæmar afleiðingar neyslu ýmissa uppfinninga komi í ljós.
Fyrsta veip-tengda dauðsfallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Venjulegar kartöflur úr Þykkvabænum innihalda meira af eiturefnum en heimilt er að verksmiðjuframleiðsla innihaldi. Epli gefa frá sér blásýru. Og það er jafnvel hægt að drepa sig á vatni, væri það nýtt á markaði væri örugglega hópur sem vildi banna það.
Vagn (IP-tala skráð) 27.8.2019 kl. 22:22
Það er spurning hvað "hamfarahlýnun af mannavöldum" heldur lengi ?
Haukur Árnason, 27.8.2019 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.