Tölur tala sínu máli um dæmi sem gengur ekki upp.

Nýlega voru birtar áætlunartölur um íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu, sem gerðu ráð fyrir að íbúunum myndi fjölga um 50 þúsund fram til 2030. 

Ef miðað er við sömu kröfur og almenningur gerir nú um samgönguvenjur og bílaeign, og speglast í auglýsingum bílaumboðanna á endalausum upptalningum á kröfunni um jeppling á hvern bíleigena þýðir þetta minnst fjölgun bíla um 40 þúsund stykki og sennilega hver um sig stærri og rúmfrekari en nú er. 

Ef 40 þúsund bílum, sem hver um sig er að meðaltali 4,5 metrar á lengd og tíu metrar bil að meðaltali í löturhægri umferð, er röð þessara viðbótarbíla 600 kílómetra löng!

Og þetta er bara viðbót við 2400 kílómetra langa röð þeirra bíla sem fyrir voru. 

Það er alveg sama hvernig menn reyna að fela það, að þetta dæmi gengur ekki upp.

Sjá má því haldið fram á netinu að eina ráðið sé að fara að dæmi Bandaríkjamanna og fella niður öll gjöld á eldsneyti og að með því verði slíkar efnahagsframfarir að hægt verði að gera hér átta akreina hraðbbrautir með endalausum mislægum gatnamótum út um allt, en auðvitað er það dæmi sem gengur enn síður upp. 

Að ekki sé nú talað um ef takmarkið á að vera að hver maður sé helst á átta gata fimm metra kagga. 

Enda má nefna fjölmörg dæmi frá Bandaríkjunum um hraðbrautir, þar sem bílum með einum manni um borð er bannað að fara um eða þá að tekin séu há gjöld af slíkum bílum. 

Þetta er ekki bara spurning um peninga, heldur spurning um rými. Nú þegar taka umferðarmannvirki að bílastæðum meðtöldum helming af flatarmáli borgarlandsins og einfaldlega ekki pláss fyrir endalausum vexti þess flatarmáls sem bílarnir eiga að taka. 

Japanir hafa áratugum saman ívilnað stuttum bílum, sem þurfa lítið rými í umferðinni til að vinna ótrúlega mikið rými á götum og bílastæðum. 

Í mörgum erlendum borgum má sjá hvernig mikil notkun vélhjóla sparar órúlega mikið rými, en því er verið að tala um þetta mál á þessum nótum, að með þessum tveimur ráðum er tekið tillit til þeirrar löngunar margra að eiga einkafarartæki.   

Síðan eru auðvitaða almenningsamgöngur, sem of mikið er stillt upp sem óvini bílismans, í stað þess að líta þannig á málin, að hver maður í almenningsvagni eða á hjóli gefur eftir rými í bílaþvögunni fyrir einn bíl handa einhverjum öðrum. 

 


mbl.is Bílaröðin nær upp að Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er samspil margra þátta. Einn þeirra er hvernig svæðið er skipulagt. Þegar stærstu vinnustöðunum er öllum troðið inn á sama blettinn leiðir auðvitað af því að umferðin teppist. Hvað þá þegar einnig er leitast við að þétta sem allra mest byggð á þessum bletti og fylla hann auk þess af hótelum, sem vart finnast annars staðar á svæðinu.

Reykjavík er engin stórborg, heldur bara meðalstór bær. En þessi bær er skipulagður með þeim hætti sem tíðkaðist á seinni hluta 20. aldar með svefnhverfum dreifðum um allar koppagrundir. Þetta gerir að verkum að það er erfitt að koma við almenningssamgöngum sem virka nema með geypilegum kostnaði. Veðurfar er auk þess ekki hliðholt hjólandi eða gangandi, og dugar ekki að berja hausnum við steininn varðandi það.

Það mætti leysa margt með því að afnema bann við því að fólk deili bílum sínum gegn gjaldi.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.8.2019 kl. 12:31

2 identicon

Það er hæpið að reikna með að fjölgunin verði öll í fólki með bílpróf sem hver vill sinn bíl og að hver einasti bíll sé í umferðinni á sama tíma. Og auglýsingar bílaumboða eru ekki marktækur mælikvarði á hvað fólk mun kaupa í framtíðinni...En það má nota þannig tölur ef menn vilja setja upp dæmi sem ekki gengur upp. Og hvort þeir Excel snillingar séu marktækir verður hver að gera upp við sig.

Vagn (IP-tala skráð) 28.8.2019 kl. 14:24

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Fólkið vill eiga sinn bíl. PUNKTUR þetta er fjölskylduarinninn allt frá því að ég fluttist hingað til þessa dags.

Vertu ekkert að gera lítið úr Bandaríkjunum. Þau eru hin mikla fyrirmynd í bílum og umferð með miklu stærra land en þetta höfuðborgarsvæði er með Kvosinni sjálfdauðu.  En umferðarlögmálin gilda hér engu síður. Meðaljónin vill ekki sjá strætó eða skellinöðrur, hann vill vegi og bíla og mislæg gatnamót.Fólkið vill búa í úthverfum og ferðast með einkabíl. Allt annað er bara B.S:komið frá gömlu afturhaldsevrópu þaðan sem ekkert gott kemur.

Halldór Jónsson, 28.8.2019 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband