Margir lærdómar af styrjöldinni 1914-1945.

Marga mismunandi lærdóma hafa menn dregið af "Styrjöldinni miklu", sem hófst 1914 og lauk ekki í raun fyrr en 1945. 

Upphafið var skýrt 1914 en óskýrara varðandi síðari hluta stríðsins, sem segja mátti að ætti þrjú upphöf, 1937 með árás Japana á Kína, en þegar Bandaríkjamenn settu Japönum úrslitakosti haustið 1941, áttu Japanir aðeins um tvo kosti að velja, að beygja sig fyrir úrslitakostunum og draga her sinn frá Kína eða að ráðast á Bandaríkin. 

Fyrri kosturinn var óhugsandi samkvæmt japönsku hernaðarhefðum Samúrajanna, en ef úrslitakostunum var hafnað, hefði japanski herinn orðið olíulaus á nokkrum mánuðum. 

Næsta upphaf var fyrir réttum 80 árum með árás Þjóðverja á Pólverja í kjölfar griðasamnings Hitlers og Stalíns. 

Þjóðverjar nýttu sér það, að hvorki að vestanverðu né austanverðu var til nýtileg sóknaráætlun til að hjálpa Þjóðverjum. 

Þýski herinn gat því vaðið inn í Pólland án þess að Vesturveldin hreyfðu hönd né fót í raun á vesturlandamærum Þýskalands. 

Í aðdraganda innrásarinnar áttu Rússar enga möguleika á að hjálpa Pólverjum nema senda her inn í Pólland til vígstöðvanna það, en það var óhugsandi í hugum Pólverja með sína inngrónu Rússahræðslu, sem gekk undir heitinu Russofobía. 

Stríðið mikla varð síðan að algerri heimsstyrjöld 1941, fyrst með innrás Öxulveldanna inn í Sovétríkin 22. júni og síðan með árás Japana á Pearl Harbour 7. desember sama ár. 

Eftir stríðið töldu Vesturveldin sig hafa lært það af skorti á sóknarsvari 1. september 1939, að nauðsynlegt væri að stofna NATO, sem réði yfir kjarnorkuvopnum sem fælingarmætti. 

Upphaf stríðsins 1914 kenndi mönnum það, hvað hætt er við því að stórar og smáar þjóðir missi stjórn á atburðarás, sem leitt getur til stríðs sem allir tapa á. 

Þjóðir Evrópu, fyrrum svarnir andstæðingar i fjölda styrjalda öldum saman, töldu sig hafa lært það, að besta leiðin til að viðhalda friði og forðast styrjaldir væri að bindast vináttu- og samvinnuböndum á stjórnmálasviðinu. 

Sjá má ýmsa halda því fram nú, að Nasistaflokkur Hitlers hafi ekki verið þjóðrembu- og þjóðernisflokkur, heldur stjórnmálaafl sem fyrst og fremst stefndi að alþjóðlegum yfirráðum líkt og kommúnistar. 

Þessi kenning er algerlega á skjön við allar mörgu ræður og skrif Foringjans Adolfs Hitlers sem stagaðist á því stanslaust að Þjóðverjar væru af yfirburðakynstofni sem myndi mynda ríki Aría sem næði frá Atlantshafi til Úralfjalla. 

Slavar og aðrir óæðri kynstofnar myndu skaffa vinnuafl undir stjórn yfirburðakynstofnins og þetta germanska og þýska veldi drottna í þúsund ár. 

En það hve langt þessi stefna náði til að öðlast heimsyfirráð hefur kennt mönnum, hve langt kúgun og þjóðremba geta náð til þess að verða skelfileg ógn. 


mbl.is Bað Pólverja fyrirgefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband