Loksins rafknúið léttbifhjól á markað hér á landi!

Síðustu tvö ár hefur verið reynt á þessari bloggsíðu að benda á þá möguleika, sem rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum gefa og eru að ryðja sér til rúms víða.  

Greint hefur verið frá Goggoro rafhjólabyltingunni í Tæpei á Tævan (efri myndin á síðunni)  og hliðstæðum, sem eru að skjota upp kollinum um Evrópu.  Gogoro. SkiptistöðRafvélhjólið hefur nefnilega þann stóra kost fram yfir rafbílinn, hve það er létt, því að það gefur möguleikann á útskiptanlegri rafhlöðu á áugabragði á skiptistöðvum og hleðs rafhlaðna nánast hvar sem er, en útskipti eru óhugsandi á rafbílunum. 

Þar að auki eru rafhjól með 45 km hámarkshraða, srm er alveg nóg í þéttri borgarumferð, sjöfalt ódýrari en ódýrustu rafbílarnir og smjúga í gegnum umferðarteppur á þann hátt sem sjá má í borgum Evrópu. 

Fyrir vel innan við eina milljón króna er hægt að kaupa rafhjól erlendis, sem ná 80 kílómetra hraða á útskiptanlegum rafhlöðum, svo sem Niu GT og Kumpan. Ducati Super Soco

Rafhjólin nýju, sem auglýst voru í sérstöku auglýsingablaði i dag, kosta aðeins 467 þúsund krónur, og með því að bæta á þau farangursgrind fyrir 45 lítra faranugrskassa og kaupa auka rafhlöðu og hafa hana meðferðis á hjólinu ef menn vilja tvöfalda drægnina, svo að hún nái hátt í 100 kílómetra. 

Af óþekktum ástæðum er þess ekki látið getið, að hinar þekktu Ducati verksmiðjur framleiða Super Soco hjólin, en Ducati er þekkt vélhjólaverksmiðja í Mótordalnum á Ítalíu og ekkert slor þar á ferð. 


mbl.is Sala á rafbílum næstmest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband