3.9.2019 | 14:16
Ljósastýringarnar hafa dregist í áratugi.
Það eru búnir að vera margir mismunandi borgarmeirihlutar við völd í Reykjavík síðan fyrst var rætt um það innan borgarkerfisins að koma á ljósastýringum, sem tryggðu flæði um umferðarljósagatnamót borgarinnar.
Í kringum 1970 var þegar komin mjög góð ljósastýring á aðalæðum Gautaborgar, þar sem ökumenn gátu séð á ljósaskiltum á hvaða hraða þeir þyrftu að vera til þess að fá grænt ljós á næstu gatnamótum.
Á mörgum gatnamótum í Reykjavík myndi umferðin ganga mun skár, til dæmis vinstra beygjuljósið af Miklubraut inn á Háaleitisbraut og vinstra beygjuljósið af Kringlumýrarbraut inn á Háaleitisbraut og Skipholt, en á báðum stöðunum skapa hálfsofandi ökumenn miklar óþarfa tafir allan ársins hring.
Sæbrautin er gott dæmi um afleitt ástand, sem allir þeir, sem oft fara um hana bölva.
![]() |
Níu milljónum klukkustunda sóað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.