3.9.2019 | 21:58
Evel Knievel hlaut alls 433 beinbrot.
110 beinbrot í einu slysi án þess að bíða samstundis bana hlýtur að vera heimsmet.
Að vísu er Alexa Terrazas ekki úr lífshættu eftir fall af sjöttu hæð, en lifir þetta vonandi af og nær fullri heilsu.
Sennilega á bandaríski ofurhuginn Evel Knievel heimsmet í samanlögðum beinbrotum á ferli sínum, en þau voru meira en fjögur hundruð.
Ofurhugi er vægt til orða tekið, því að margt af því sem hann gerði flokkaðist frekar undir fífldirfsku, sem ótrúlegt var að hann slapp frá, þannig að nýyrði á borð við dirfskufífl hefði kannski verið meira viðeigandi.
Knievel dó úr lungnasjúkdómi 69 ára gamall og bjargaði sennilega mörgum mannslífum með því að berjast fyrir því að hjólreiðamenn og vélhjólamenn notuðu hlífðarhjálma.
Féll fram af svölum og braut 110 bein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.