5.9.2019 | 23:58
Naglasúpuheilkenni eða raunverulegt galdrameðal?
Nýjasta æðið, Keto, hefur nú gripið helming þjóðarinnar, ef marka má fréttir og auglýsingar.
Markaðssetningin og úrvinnslan eru mjög faglega útfærð með því að setja fram fyrir neytandann alls kyns aukavarning í formi upplýsinga og úrvinnslu.
Keto kúrinn virðist vera ansi mikil sérgrein og viðfangsefni.
Í hug kemur gamla dæmisagan um naglasúpuna, þar sem naglinn var gerður að aðalatriði, sem allt annað hverfðist um.
Vonandi er ekki um slíkt að ræða hér, en hitt hefur oft komið í ljós í hinum fjölmörgu megrunarkúrum fortíðarinnar, sem ansi margir eru löngu gleymdir, að þegar skoðað var nánar það sem fólst í kúrunum, var þar að finna margt sem virkaði megrandi, jafnvel þótt það væri ekki í kúrnum.
P. S. Nú er því gaukað að mér, að Keto-kúrinn sé afar svipaður Atkins-kúrnum forðum daga.
Lykilatriðin til að ná árangri á ketó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.