10.9.2019 | 08:52
"Lag dagsins er sleifarlag..."
Þetta er eðlileg byrjun á lagi, sem þegar er byrjað að syngja í haus síðuhafa við að upplifa fyrstu klukkustund þessa dags.
Í fyrsta lagi umfjöllun í tengdri frétt á mbl.is um þær afleiðingar sem miklar loftslagsbreytingar hafi á þjóðir heims og lífsskilyrðin á jörðinni, og hve dýrkeypt allt aleifarlagið í þeim efnum getur orðið.
En í öðru lagi allt þetta litla, sem birtist í umferðinni, þegar horft er á uppsafnaða ósiðina í henni, tugi metra á milli bíla sem drattast seint og um síðir af stað á grænum ljósum og síðan í þriðja lagi þegar tölvusíðan er opnuð og alls kyns boðflennur ryjðjast inn á skjáinn, jafnvel tíu sinnum í röð, til þess að trufla það að hægt sé að byrja að gera eitthvað.
Á sama tíma glymja tónar og hringingar í farsímunum, óumbeðnar auglysingar frá alls kyns fyritætkjum sem ryðjast þar inn í morggunsárið.
En á sama tíma finnst eina ráðið við þessu: Æðruleysisbænin og þakklætið fyrir að eiga hverja þá stund, sem núið, hin líðandi stund, gefur hverjum einstaklingi.
Og upphafið á laginu er ávöxtur augnabliksins, sem færir með sér gott skap:
"Lag dagsins er sleifarlag,
sem lamar allra hag
og hljómar slag í slag
í slarkinu dag eftir dag..."
Alvarlegar afleiðingar óumflýjanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.