Tesla - kemur aftur sterk inn?

Tesla er eitt af ævintýrunun í viðskiptalífi heimsins síðustu ár og er sjaldgæft dæmi um það hvernig frjó hugsun eldhuga getur lyft grettistökum. 

Með því að hugsa hönnun rafbíla alveg upp á nýtt varð til bill, sem var um stund langt á undan öllum öðrum rafbílum. 

Þetta var hins vegar skammgóður vermir, því að í fyrstu voru það bara dýrir bílar, sem voru í boði, en engin bitastæður bílaframleiðandi getur haldið allsherjar forystu án þess að teygja sig neðar í skalann.  

Það var bíll af Tesla gerð sem var fyrst ekið á rúmum sólarhring í kringum landið 2015, en síðan kom bakslag, sem virðist fyrst og fremst hafa stafað af því að það var of seint brugðist af hálfu Tesla við hraðri framþróun og óvæntu stórauknu framboði keppinautanna. 

Nú er Tesla að gyrða sig í brók varðandi það að höfða til stærsta og gjöfulasta markhóps kaupenda, sem er fólk með góðar tekjur í millistéttum, og er það vel. 

Það er búið að spá illa fyrir framtíð Tesla verksmiðjanna í líkingu við það að aðeins séu þrjú hjól undir bílnum.  En áfram skröltir hann þó.  


mbl.is Tesla opnar á Íslandi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband