11.9.2019 | 21:32
Hlutfallslegt met í ívilnun fyrir stóriðju. Kolavinnsla hafin á ný.
Það fór ekki hátt á sínum tíma, en ef teknar eru fyrir allar þær aðgerðir, sem voru gerðar sem ívilnanir fyrir kísilverið á Bakka, og þær lagðar saman, voru þær líklega hlutfallslega meiri en nokkur stjórn Sjalla og Framsóknar hafði gefið álverum landsins.
Fimmm milljarðar í viðbót nú gerir það enn líklegra að svona sé í pottinn búið.
Og í öllum aðdragandanum fór það alveg framhjá öllum, að með kísilverinu var hafin brennsla kola á ný hér á landi svo næmi mörgum tugum þúsunda tonna á ári og líklega langt yfir 100 þúsúnd tonnum með áframhaldandi vegferð af þessu tagi.
Björt Ólafsdóttir: Ég varaði við þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veit ekki hvort brennsla kola í kísilverum hafi farið fram hjá fólki. Það sem hinsvegar fór fram hjá fólki og virðist gera enn í dag er brennsla kola við framleiðslu á áli. Hún er gífurleg.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2019 kl. 22:42
Stefna samtakanna Orkan okkar mun, samkvæmt málflutningi eins helsta talsmanns þeirra, Bjarna Jónssonar, snúast um það fyrst og fremst að niðurgreiða starfsemi mengandi stóriðju með orkuverði sem er langt undir eðlilegu markaðsverði.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.9.2019 kl. 23:57
Það hefur alltaf verið brennt kolum í járnblendinu á Grundartanga eins og segir á heimasíðu þeirra. Svo við höfum líklega ávallt brennt kolum á Íslandi frá því land byggðist
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.9.2019 kl. 07:06
Það er rétt að kol eru notuð bæði í álverum og kísilverum. En það er misvísandi að tala um "brennslu kola". Það er ekki verið að nota kolin sem orkugjafa. Auðvitað eyðast kolin og það myndast CO2, með tilheyrandi áhrifum á kolefnisbúskapinn. En þetta er ekki "brennsla kola" í hefðbundnum skilningi.
Útskýrt hér:
https://kjarninn.is/skodun/2019-09-11-kolabrennslan-bakka/
Einar Karl, 12.9.2019 kl. 10:19
Í efnafræðilegum skilningi er þetta brennsla. Líkami þinn brennir orku- og næringarefni án þess að eldtungururnar standi út úr þínum munni og afturenda. Hvort að orkan sem myndast við brunann á skautum í álverum sé notuð til að hita upp leðjuna, veit ég ekki.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2019 kl. 11:18
Nei. Í efnafræðilegum skilningi er þetta nefnilega ekki "brennsla" heldur afoxunar-oxunarhvarf. Það myndast ekki orka við að "brenna" skautin, skautin eru ekki "brennd" og það þarf utanaðkomandi orku til að keyra hvarfið.
Einar Karl, 12.9.2019 kl. 12:04
En myndast ekki koldíoxíð og vatn við þetta afoxunar-oxunarhvarf?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.9.2019 kl. 12:56
Þorvaldur (12:56). Jú, það myndast CO2. Þess vegna þarf stöðugt að nota ný skaut. Veit ekki hvort þau eru steypt í álverksmiðjum hér eða flutt inn. Vatn myndast ekki, því það er ekkert vetni inn í myndinni. Við brennslu á hreinu kolefni myndast eingöngu koldíoxíð. Það sem Einar Karl er að reyna að segja er hártogun.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2019 kl. 13:05
Bruni, í efnafræðlegum skilningi, merkir það þegar orkuríkt efni (yfirleitt kolvetnissamband) hvarfast við súrefni og myndar koltvísýring og vatn. Þetta er útvermið hvarf sem losar mikla orku.
Einar Karl, 12.9.2019 kl. 13:33
Einar Karl (13:33) Ertu að meina að súrefnið sem myndast við plús-skautið, atóm eða sameind (molecule), og hvarfast við kolefnið í skautinu sé ekki "exothermic"?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2019 kl. 13:47
Edit. Ekki vel orðað hjá mér. Spurningin var sú hvort hvarfið (reaction) á milli súrefnisins og kolefni skautsins væri ekki "exothermic"?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2019 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.