13.9.2019 | 10:22
Vaxandi rugl dag frá degi.
Fyrirsögnin á tengdri "frétt á mbl.is hefur fengið að standa óbreytt síðan í gær: "Rooney spáir því að Kane bætti markametið."
Þetta er fullkomið rugl. Setningin byrjar í nútíð, "...Rooney spáir..." en fer síðan yfir strax í þátíð, "...Kane bætti..."
Í fyrradag las fréttamaður í útvarpi: "Dómarinn sagði, að hann hættir eftir mánuð."
Setningin byrjar í nútíð: "...Dómarinn sagði..." en fer umsvifalaust yfir í nútíð: "...að hann hættir..."
Hingað til hafa aðeins nokkurra ára gamlir krakkar talað svona, en þetta er orðið daglegt brauð hjá fjólmiðlafólki, en það er ekki verst, heldur viðgengst þetta eins og ekkert sé.
Rooney spáir því að Kane bæti markametið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Annaðhvort eru fréttamenn á flugi og færast milli tímabelta eða tímavélin tekur við sér í miðri setningu með þessum undarlegu afleiðingum.
Vagn (IP-tala skráð) 13.9.2019 kl. 11:30
Hef aldeilis orðið var við þetta, og það á öllum netmiðlum. Hélt á einhverjum tímapunkti að mbl.is væri með sérstöðu í lélegheitum varðandi stafsetningu og almenna málfræði, beygingar og sagnir, en þetta er á þeim öllum. - Til skammar.
Már Elíson, 13.9.2019 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.