Draumur um þjóðþrifaverk að rætast.

Eitt af mörgu, sem reifað var strax á fyrstu árum þessarar vefsíðu var þörfin á brú yfir Þverá á milli Odda á Rangárvöllum yfir á veginn, sem liggur meðfram Þverá frá austri til vesturs sunnan megin við ána og ber heitið Bakkabæjavegur.  

Þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli og órói var austar, var ljóst, að slík brú yrði forsenda þess að hægt yrði að rýma flatlendið ef mikil hamfaraflóðbylgja kæmi eftir gos undir austanverðum Mýrdalsjökli. 

Stólpatré í Drumbabót suður af Fljótshlíð, höggvin niður af slíkri bylgju fyrir Íslandsbyggð, sýndu hve óhemju eyðingarafl slík flóðbylgja gæti orðið. 

Og þar að auki verður Oddabrú mikið hagræði og lyftistöng fyrir alla umferð á þessu svæði. 


mbl.is Styttist í Oddabrú yfir Þverá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband