14.9.2019 | 01:57
"Á skal að ósi stemma" sagði Þór. Þetta gengur ekki svona.
Með þessum orðum átti Þór við það, að ef menn ætluðu að stöðva flóð, yrði að gera það við upptök þess.
Fyrir um 30 árum hrökk þjóðin við þegar henni var sýnd hin skelfilega ruslmengun á ströndunum í Strandasýslu.
En það var fljótt að gleymast og það gerðist ekkert umtalsvert í málinu.
Fyrir nokkrum árum fékk Tómas Knútsson verðskuldað verðlaun Sigríðar í Brattholti á Degi íslenskrar náttúru fyrir brautryðjendastarf sitt með stofnun Bláa hersins og sérstaklega ósérhlífið hugsjónastarf í því að benda á sívaxandi mengun hafsins og strandanna og grípa til aðgerða.
Í sjónvarpinu er nú búið að sýna myndir frá Jan Mayen þar sem hundruð tonna af rusli frá Íslandi þekur strendurnar.
Já, frá Íslandi, því að lesa má merkingar á þessu rusli, sem að stórum hluta er plastrusl, sem eyðist ekki.
Og er komið þúsund kílómetra vegalengd frá upprunalandi sínu.
Þetta gengur ekki svona lengur.
Erlend aðstoð í strandhreinsun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Erlend skip geta keypt plast og annað efni á Íslandi en ætla ekki að afsaka þennan sóðaskap sem er aðkallandi að koma í veg fyrir með öllum ráðum.
Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2019 kl. 03:52
Er ekki megnið af þessu frá útgerðini ?
Þarf ekki að rukka hana !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 14.9.2019 kl. 09:32
Kannski frekar að þróa annað efni í veiðarfæri en plast, Birgir.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 14.9.2019 kl. 11:02
Já, hampur er þrautreynt efni í veiðarfæri. Miklu lengri reynsla á því en þessu andstyggilega plasti. Og brotnar niður í náttúrunni.
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 14.9.2019 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.