27.9.2019 | 22:45
"Hesturinn ber ekki það sem ég ber."?
Þekkt er þjóðsagan af manninum sem sagði: "Hesturinn ber ekki það sem ég ber" þegar hann steig á bak hesti sínum með poka á baki sér.
Þetta getur átt við ýmsa tekjumöguleika, sem menn finna í hagkerfinu og mikla mjög fyrir sér, svo sem í sambandi við stórfelldar samgönguframkvæmdir langt fram í tímann.
Meðal þess, sem þarf að íhuga, og Runólfur Ólafsson hjá FÍB bendir á, er að skoða þarf vel samhengi og samband nýrra tekjustofna við aðrar fjármagnshreyfingar, sem þessir peningar gætu verið hluti af og skoða þarf einnig hvaða ávinning framkvæmdirnar geti haft til sparnaðar.
Gott dæmi um fljótfærnislegar ályktanir eru ævintýralegir útreikningar á þeim gríðarlegu tekjum, sem Reykjavíkurborg gæti haft í formi fasteignagjalda af því að leggja niður Reykjavíkurflugvöll.
Í þessum hátimbruðu útreikningum er engu líkara en menn haldi, að þessir peningar detti niður af himnum og séu ekki borgaðir af neinum.
En málið er flóknara en svo, því að finna þarf út að hvaða notum þetta fjármagn gæti komið ef því væri varið í eitthvað annað en fasteignagjöld og einnig þarf að skoða hvar hægt væri að nota þá til að borga fasteignagjöld annars staðar.
Rennur allt upp úr sama vasanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður hvorki byggt né lent á Reykjavíkurflugvelli því hann er að flæða undir sjó innan fimm ára!
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2019 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.