Frazier-Pryce og Gatlin undraverð.

Að 37 ára gamall maður skuli geta verið enn á svipuðu róli í 100 metra hlaupi og hann var tíu árum fyrr en eitthvað, sem flestir sérfræðingar hefðu varla getað ímyndað sér fyrir nokkrum áratugum. 

En eftir að Linford Christie hélt sér á toppnum í 100 fram yfir 35 ára aldur, verður að samþykkja að svona storkun við það, sem talið varl náttúrulögmál, er eitthvað sem nútíma meðhöndlun afreksfólks í viðbót við sérstæða hæfileika getur fætt af sér. 

Því að spretthlaup eru einfaldlega þess eðlis, að minnkandi snerpa og hraði eftir 25 ára aldur, sem viðurkennd hefur verið sem náttúrulögmál í vísindum, er eitthvað sem hægt er að framlengja eitthvað meira en áður hefur verið talið mögulegt. 

Óteljandi afreksmenn hafa orðið að lúta þessu lögmáli, og var Usain Bolt bara eitt dæmi um slíkt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband