Helmingur allra banaslysa á vélknúnum hjólum er vegna vímu.

Ef menn kynna sér gögn um slys á vélhjólum og bera þau saman við gögn um slys á bílum, kemur í ljós, að ríflega helmingur banaslysa og alvarlegra slysa á vélknúnum hjólum er vegna þess að ökumaðurinn er í vímu af völdum áfengis eða annarra vímuefna. 

Þetta er meira en þrefalt hærri tala en raunin er hjá ökumönnum bíla. 

Rafhlaupahjól og rafreiðhjól eru vélknúin farartæki og því einkennilegt að lesa í fréttum, að einhver undrist og finnist "mikið gert úr því" að árekstur og slys hafi orðið vegna hugsenlegrar ölvunar ökumanns á rafhlaupahjóli.   


mbl.is Þótti mikið gert úr hlaupahjólsárekstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þér þykir undarlegt að ökumenn bíla skuli ekki taka þeim fagnandi á götur borgarinnar.smile

Vagn (IP-tala skráð) 30.9.2019 kl. 21:19

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hélt að það sæist af texta pistilsins að hann fjallar um það mat sem lagt er á ölvun við akstur ökutækja. 

Ómar Ragnarsson, 30.9.2019 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband