30.9.2019 | 23:56
Loksins! Keldnaland fyrir spítala rímar við norska reynslu.
Nú eru fjórtán ár síðan síðuhafi skoðaði og kynnti sér spítalana í Osló og Þrándheimi, sem þá voru nýbyggðir með tveimur ólíkum aðferðum: Í Osló á auðri lóð, alveg frá grunni, en í Þrándheimi með bútasaumsaðferðinni sem hér er í gangi við Hringbraut.
Í Noregi var það manna mál 2005 að spítalinn nýi í Osló mætti teljast flottasti spítali í Evrópu, en að hins vegar væri bútasaumsspítalinn í Þrándheimi "víti til varnaðar."
Fréttaflutningur um þessi spítalamál Norðmanna var kæfður með mjög úthugsuðum aðferðum þeirra, sem af einhverjum ástæðum höfðu gert Hringbrautarspítalann að eina kostinum hér heima.
Á þeim tíma hefði hugsanlega verið skárra að byggja við Borgarspítalann vegna meira landrýmis, en í staðinn var landrýminu eytt í nýja íbúðabyggð, sem að mestu leyti var fyrir eldri kynslóðina.
Keldnalandið fékkst aldrei rætt, en þó liggur það skammt frá stærstu krossgötum landsins og höfuðborgarsvæðisins.
Loksins nú örlar á framtíðarsýn, sem betur hefði verið látin ráða ferð fyrir 15 árum og er ástæða til að fagna því.
Vill skoða Keldnaland undir nýjan spítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vá! Og fréttastofurnar sáu ekki gildi þess sem fréttar að Ómar Ragnarsson hafi skoðað tvo spítala! Vá! Maður er orðlaus!
Vagn (IP-tala skráð) 1.10.2019 kl. 03:23
Staðfastur á vaktinni byrjar Vagn (Hilmar/Hábeinn?) helst hvern dag að hjóla í manninn en ekki boltann.
Ómar Ragnarsson, 1.10.2019 kl. 08:33
ágætar vangaveltu þó ég hugsi að hólmsheiðin sé skari. en þar eru 3.stofnæðar en auðvitað nálægt náttúrvá í bláfjöllum. ef væri gott skipulag á vegum gæti en komið til greina að byggja spítalann á vífilstaðarlandi þá útsýni yfir vatnið. stærsti galli keldnalands eru aðkomuleiðin nú í dag bara ein vesturlandsvegurinn sem breytist hugsanlega með sundabraut
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.10.2019 kl. 11:54
Eins og vanalega byrjar rökþrota Ómar að uppnefna og ásaka. Þú þarft ekki að taka því persónulega þó mér finnist það hlægilegt að telja tvo spítala nægilega stórt úrtak í marktæka könnun. Og að ég sjái ekkert samsæri þó fjölmiðlar telji heimsóknir þínar þangað ekki fréttaefni og könnunina ekki marktæka. Þú þarft ekki að taka því persónulega, en það er sennilega ofviða manni með drottnunaráráttu sem telur allt sem hann segir hinn eina endanlega sannleik.
Vagn (IP-tala skráð) 1.10.2019 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.