Þegar hefur verið gerður rafknúinn Mini.

Síðuhafi var að vísu ánægður með aksturseiginleika hins nýa Mini, sem tók við af forveranum, en ekki eins ánægður með það hve hann var miklu stærri. 

Svipað var að segja um hinn nýja Fiat 500, sem þó gekk ekki eins langt í stækkun og var útlitslega betur heppnaður. DSC07508

Nýlega fréttist af því að áhugamenn um rafbíla hefðu breytt gamla Mini í rafbíl og tekist vel til. 

Hann er að vísu dýr, enda handsmíðað eitt eintak. 

Þetta bendir til þess að tilhögun rafbíla gefi hönnuðum meiri sveigjanleika en hönnuðum eldsneytisknúinna bíla. 

Og þess má geta að rafbíll síðuhafa er 17 sentimetrum styttri en gamli Mini og næstum metra styttri en núverandi framleiddi Mini.  

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvaða kosti slíkt hefur, kosti sem ég hef saknað varðandi nýja Mini og nýja Fiat 500 og mynd hlakka til að sjá á fleiri bílum. 

Þegar Tazzari bílnum var lagt þarna stóð talsvert stærri bill fyrir framan, þannig að það var aðeins mögulegt að leggja í stæðið á svona litlum bíl. 

Þess vegna verður spennandi að sjá hvernig til tekst með þriðju kynslóðina, sem nú er í burðarliðnum. 

 


mbl.is Mini minkar aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband